Hæ! Ég heiti Anna og er fulltrúi Íslands í þessu verkefni á Alheimsmóti skáta í Vestur Virginíu!
Ég kem úr skátafélaginu Klakki á Akureyri og hef verið skáti þar síðan 2012.
Hvað er þetta ‘Global ambassador’ dæmi?
Þegar eg skráði mig í þetta, þá vissi ég það heldur ekki!
Við, sem erum ‘ambassador’ fáum það hlutverk að koma alheimsmótinu til þín!
Á þessari síðu mun ég blogga og segja ykkur frá minni upplifun af mótinu.
Á þessu móti eru samankomnir 50.000 skátar frá um 150 löndum til að skemmta sér og kynnast skátum frá öðrum löndum.
Dagskráin er fjölbreytt og mjög frjáls, en þátttakendur fá sjálfir að velja sína dagskrá og hvað þau vilja gera og fá út úr mótinu. Allt frá því að borða pöddur, klifra, skjóta úr byssum og bogum og yfir í að tala við geimfara!
Ferðalagið, frá Akureyri og á mótið, tók um 24 klukkustundir, samanlagt af rútuferðum, flugferðinni og biðtímum. Klukkan 4 að nóttu til, aðfaranótt mánudags mættum við loks á leiðarenda, á tjaldsvæði sem er á stærð við Akureyri!

Þetta mót er einstök upplifun og eitthvað sem mun fylgja mér alla ævi!
Print This Post Print This Post